Formkökur

4.5/5 hattar (2 atkvæði)

Ingredients

 • 200 g mjúkt smjör eða smjörlíki
 • 2 1/2 dl strásykur
 • 3 egg
 • 3 dl hveiti
 • 1 dl kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • Í deigið má fara krydd s.s. 2 tsk kanill, 1 tsk negull, 1/2 tsk múskat. Eins 3 msk kakó og 2 tsk vanillusykur. Rífa börk af appelsínu eða sítrónu saman við, nú eða kardimommur og rúsínur eða aðra þurrkaða ávexti.
 • Líka brytjað suðusúkkulaði, láta smekk og hugarflug ráða.

Directions

 1. Smjör og sykur þeytt vel saman. Eggin sett út í eitt í einu. Þurrefnum bætt út í og hrært vel saman. Og þar næst því kryddi sem við kjósum.
  Sett í vel smurt ílangt eða hringlaga formkökuform.

 2. Bakað við 175° hita í um 50 mínútur.