Vatn, mysa og teningar sett í pott og suðan látin koma upp. Hitin lækkaður og osturinn brytjaður og settur út í. Hrært í þangað til hann leysist upp.
Allt grænmetið skorið í hæfilega stóra bita og sett út í pottinn. Soðið í ca 15 mín.
Kryddað með fiskisósunni, basilikunni og smakkað til og saltað ef þurfa þykir.
Fiskinum er þessu næst bætt út í og látið malla í 3 mín.
Rétt áður en súpan er borin fram er rækjunum bætt í.
Borin fram með góðu brauði og setja má 1-2 msk af sýrðum rjóma á hvern disk ásamt ferskri basiliku eða steinselju ef vill.