Danskar kjötbollur

3.2/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

  • 500 g nautahakk eða blandað lamba- og nautahakk
  • 1 laukur, stór
  • 2 egg
  • 3 msk brauðraspur
  • ca 15 g salt
  • pipar e. smekk
  • 1-2 msk kalt vatn
  • 1 dl rjómi

Directions

  1. Sósa
    2 ½ dl rjómi
    grænmetiskraftur
    salt og pipar
    smjör og olía til steikingar 

    Fljótlegt rauðkál
    ½ til 1 haus rauðkál, e. stærð
    1 ½ dl balsamedik

    25 g smjör
    1-2 msk púðursykur, dökkur
    ögn af salti og pipar

    Kjötbollur - aðferð
    Laukurinn rifinn út í hakkið, saltinu bætt saman við ásamt raspi og pipar.
    Vatninu sett út í ásamt rjóma. Hrært. Geymt í kæliskáp í ca ½ klst.

    Mótaðar bollur með skeið og steiktar hægt í smjöri og olíu, þangað til þær verða fallega brúnar og gegnsoðnar.

    Rauðkál - aðferð
    Rauðkálið skorið í strimla og látið mýkjast í smjöri í potti. Edikinu hellt út í og látið sjóða við vægan hita í ca 10 mínútur. Þá er púsðursykri, ásamt salti og pipar. 

    Sósan – aðferð
    Bollurnar færðar upp á fat og rjóma hellt á pönnuna, hrært upp með steikarfitunni og bragðbætt með grænmetiskrafti, salti og pipar.

    Borið fram með soðnum kartöflum og grænum baunum ef vill.