Bakaðar sætar kartöflur

2.0/5 hattar (2 atkvæði)

Ingredients

 • 4 sætar kartöflur (á stærð við bökunarkartöflu)
 • smjör
 • salt
 • 100 g cheddar ostur, rifinn
 • sýrður rjómi
 • graslaukur eða vorlaukur
 • gróft salt

Directions

 1. Kartöflurnar eru þvegnar og skornar í tvennt og smávegis af smjöri ásamt ögn af salti sett á hvern helming.<br />
  Bakaðar í forhituðum ofni við 180° hita í ca 30 mínútur eða þangað til þær eru meyrar.<br />
  Ofan á þær er settur ostur, sýrður rjómi (hrært aðeins upp í honum áður), smátt saxaður laukur og gróft salt.<br />
  Borið fram strax.