Afmæliskringla

2.4/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

  • 50 g ger
  • 1 dl mjólk
  • 300 g hveiti
  • 150 g smjörlíki
  • 1 egg
  • 1 msk strásykur
  • ¼ tsk salt
  • ½ tsk kardimommuduft
  • hveiti til hnoða upp í
  • Fylling
  • 100 gr marsipan (möndludeig)
  • 1 eggjahvíta
  • 75 gr heslihnetuflögur

Directions

  1. Gerið leyst upp í volgri mjólkinni. Þurrefnum blandað saman í skál og smjörlíki, gervökva og eggi bætt út í og hnoðað vel saman. Gott er að vinna verkið í hrærivél.
    Breytt yfir deigið og það látið hefast í ca 30 mínútur.

    Deigið slegið niður og flatt út með kökukefli í ca 70 cm langa lengju og ca 20 cm breiða.
    Það sem fer í fyllinguna er hrært saman og henni smurt á langsum eftir miðjunni.
    Báðar hliðar brotnar að miðju og síðan mótuð kringla.
    Lögð á bökunarplötu sem klædd er bökunarpappír.
    Látin hefast í 15 mínútur.
    Pensluð með samanhrærðu eggi, perlusykri og og söxuðum hnetum dreift yfir.
    Kringlan bökuð við 225° h ita í 15-20 mínútur.

    Ráð
    Það má líka rífa epli yfir marsipanfyllinguna og bæta jafnvel rúsínum með.