Tákn og litir rósarinnar

Rósir eru sagðar eiga sitt eigið tungumál. Með því að velja lit rósarinnar er hægt að segja mjög margt og túlka ýmiskonar tilfinningar og tilefni. Hér að neðan er að finna nokkuð ítarlegan lista yfir meiningu hvers lits fyrir sig.   

Gætum þess þó að oftúlka ekki, því það er ekkert víst að gefandinn hafi lesið sér til.

Kannski er liturinn á rósunum sem hann eða hún gaf þér einfaldlega uppáhaldslitur viðkomandi. 

Rauðar rósir: Rauð rós er óneitanlega tákn ástarinnar. Rauðar rósir gefa til kynna djúpar tilfinningar. Dökk rauðar rósir geta verið tákn sorgar og djúprar eftirsjár eftir ástarsamband.  Fjöldi rósanna hefur líka sína meiningu. 12 rauðar rósir eru algengastar og sagðar tákna „vertu mín/minn“ og „ég elska þig“.

Hvítar rósir: Hvítur litur er tákn hreinleika, hreinskilni og sakleysis. Hvít blóm eru oftast sett í samhengi með nýjum byrjunum og tilvaldar fyrir brúði sem er að gifta sig í fyrsta sinn. Hvít blóm þykja einnig eiga vel við þegar tákna á samúð eða auðmýkt.  Hvítar rósir eru því tilvaldar fyrir öll þessi tilefni.

Gular rósir: Gular rósir vekja upp tilfinningar um gleði og hlýleika sólarinnar. Gular rósir þykja því vera tákn um vinskap og væntumþykju. Gula rósin þykir ekki tákna ástina einsog aðrir litir rósarinnar, heldur frekar eingöngu platónskar tilfinningar.

Bleikar rósir: Það eru mörg afbrigði til af bleiku rósinni. Oftast eru bleikar rósir notaðar til að tjá aðdáun, gleði og þakklæti. Ljósbleikar rósir eru sagðar tákna sakleysi og sætleika. Dökk bleikar rósir eru oft notaðar til að tjá þakklæti. Bleikar rósir eru líka sagðar tákna glæsileika.

Appelsínugular rósir: Á meðan gular rósir minna okkur á sólina, þá minnir appelsínugula rósin okkur á eldinn og ástríðuna. Þær eru því oft sagðar vera tákn fyrir ástríðu og mikla orku. Nota mætti því appelsínugular rósir til að tjá mikla þrá, stolt og ástríðufullar tilfinningar.  Appelsínugula rósin er eini rósin fyrir utan þá rauðu sem tákna mikla ástríðu í ástarsambandi.

Lillabláar rósir (Lavender): Lillabláa rósin er sögð tákn töfra. Hún er sögð tákna „ást við fyrstu sín“. Dökk lillabláar rósir eru oft notaðar til að tákna tign og glæsileika. Einnig til að sýna aðdáun og að viðkomandi sé heillaður af þeim sem hann gefur hana.

Bláar rósir: Bláar rósir eru ekki náttúrulegar svo þær eru sagðar tákna eitthvað sem er dularfullt og óáþreifanlegt. Bláa rósin gæti því verið notuð til að segja "ég get ekki fengið þig, en ég get samt ekki hætt að hugsa um þig"

Grænar rósir: Græni liturinn er litur sáttar, auðæfa og frjósemi. Græni liturinn er líka sagður tákna frið og rósemd.  Grænar rósir, (hvítar rósir með grænu) geta því vel táknað góðar óskir um nýtt líf og/eða góða heilsu.

Svartar rósir: Svartur er litur dauða og endanleika. Svartar rósir eru í raun mjög dökk rauðar rósir. Svartar rósir eru því sagðar tákna dauðar tilfinningar eða hugmyndir. Að senda einhverjum svarta rós er því sagt vera tákn um endanlok ástarsambands.

Blandaðar mislitur rósavöndur: Með því að setja saman blómvönd úr marglitum rósum er verið að setja saman vönd margvíslegra tilfinninga. Með því að blanda saman rauðum og hvítum gæti þannig vöndur þýtt „ég elska þig mjög mikið og tilfinningar mínar eru heiðarlegar“.

Marglitur vöndur getur líka þýtt;  „ég er ekki alveg viss um hvað mér finnst um þig, en kann allavega nógu vel við þig til að senda þér þessar rósir“.

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: www.theflowerexpert.com

  • Wednesday, 14 febrúar 2018