Borð með úrvali smárétta á vel við þegar halda skal upp á merkisatburði og áfanga.
Varðandi magn í á að giska tveggja tíma boð er miðað við u.þ.b. 12 -15 bita á mann ef um er að ræða pinnamat, en 10 bitar gætu dugað ef boðið er upp á eina tegund af tertu (kransaköku) líka, sem getur verið mjög viðeigandi, fer auðvitað eftir tilefninu.
- Litlar kjöt- eða fiskbollur (gott að úbúa fyrirfram og frysta)
- Litlar samlokur m.d.t.lifrarkæfu, túnfisk- eða skinkusalati
- Vatnsdeigsbollur fylltar með smurosti
- Lítil horn með skinkufyllingu
- Brauðrúllur með laxakremi
- Döðlur fyllar með smurosti (bragðbættum m/líkjör)
- Litlar gerbollur með ýmiskonar fyllingum
- Smápítsur með pepperoni/skinku, sveppum o.fl.
- Pylsubitar vafðir með beikoni og steiktir
- Ferskt gænmeti skorið í bita t.d. sellerí, paprika, gulrætur, blómkál og agúrka og bera ídýfu með
- Steiktir kjúklingavængir, kryddsósa borin með
- Ostapinnar, skreyttir, mjúkir ostar, kex
- Ostakúla, krydduð, auðvelt að gera fyrirfram
- Melónukarfa, mjög fallegt á borði, fylla með jarðarberjum, melónukúlum og vínberjum
- Súkkulaðihjúpuð jarðarber
- Ostur á bakka til að skera og vínber og/eða niðursneitt grænmeti
- Smáar kransakökur og/eða konfekt
- Terta ef vill
- Síðan eru ýmsar útgáfur af tapassnittum sem hægt er að útbúa fyrirfram.
- Drykkir með smáréttahlaðborðum eru gjarnan létt vín, og/eða áfengislaust vín, freyðivín eða gosdrykkir.
Um að gera að láta hugmyndaflugið ráða bæði hvað varðar veitingar og borðskraut og aðra umgjörð veislunnar.