Nýleg rannsókn á þvottahnetum og þvottaeggjum

Þvottahnetur og þvottaegg skila sama árangri á blettum í þvottinum einsog þvottur á 40° með eingöngu vatni samkvæmt nýrri rannsókn sem Norræna verkefnið NordQual vann með styrkjum frá neytendaáætlun ESB. 

soap-nuts-4032858_640.jpg

Alltaf öðru hvoru koma fram lausnir og vörur sem lofa öllu fögru til verndar umhverfinu í markaðsefni sínu.  Við sannfærumst og notum þær til að minnka loftslagssamviskuna. 

Þessi nýlega rannsókn sýnir hins vegar fram á að bæði þvottahneturnar og EcoEgg þvottaeggið auka umhverfisáhrifin frekar en að minnka þau.   Kolefnissporið er töluvert þegar vörurnar eru framleiddar, þeim síðan pakkað og  fluttar svo um hálfan hnöttinn og allt það án þess að skila nokkrum árangri og eykur aðeins sóun á hráefnum. Rannsóknin sýnir okkur að við þurfum að passa okkur á að trúa ekki öllu því sem okkur er sagt.

Í rannsókninni var prófað að þvo þvott með hinum ýmsu blettum með báðum þessum vörum, þvegið síðan eingöngu með vatni og svo með Änglamark þvottaefninu sem fékk bestu einkunn í nýlegri rannsókn á þvottaefnum. 

Semsagt við getum alveg eins notað bara vatn frekar en ofangreindar vörur. Í sumum tilfellum skilaði eingöngu vatnið jafnvel betri árangri. 

Prófað var á nokkrum algengum tegundum af erfiðum blettum sem við þekkjum vel. Prósentan sýnir hversu mikið af blettunum hurfu við þvott. 

 Fitublettir Þvottahnetur       Þvottaegg     Vatn       Änglamark þvottaefnið
 Steinolía 38%  39% 38% 67%
 Farði /make up 27% 28% 30% 62%
 Dýrafita 6% 10% 10% 33%

 

   Þvottahnetur    Þvottaegg     Vatn        Änglamark þvottaefnið
Súkkulaði 23% 23% 23% 30%
Mold / gras 36% 38% 39% 62%
Blóð  64% 65% 63% 80%
 Balsam edik 18% 20% 19% 53%

 

              Þvottahnetur      Þvottaegg     Vatn         Änglamark þvottaefnið
 Gras               25% 28% 29% 89%
 Kaffi 56% 54% 53%  72%
 Te  7% 6% 6% 39%
 Bláber 47% 43% 44% 64%
Tómatsósa 42% 52% 53% 78%
 Rauðvín 52% 49% 49% 66%
 Sinnep 0% 0% 0% 91%

 

Þú getur smellt hér til að lesa þér betur til um rannsóknina á síðu Råd og Rön sem framkvæmd var af norrænu neytendasamtökunum NordQual með styrk frá Evrópusambandinu. 

 Verkefnið Nordic Consumer Testing of Dual Quality and Misleading Branding Strategies (NordQual)  er unnið með styrkjum frá neytendaáætlun ESB.

Þeir sem vilja minnka kolefnissporið á þvottinum sínum ættu að skoða greinarnar hérna að neðan sem þú finnur á vefnum okkar.   Stundum er nú bara alveg nóg að blettahreinsa og viðra í stað þess að setja alltaf þvottinn í þvottavélina til að fríska hann við.  Það fer líka betur með fötin okkar, sparar vatn og orku. 

 

  • Written by: JJ
  • Thursday, 26 ágúst 2021