Ferskt grænmeti

Ferskt grænmeti er einkar gott meðlæti með mat á sumrin enda úrval og gæði þá oftast mest og best.

Hér verður aðeins bent á grænmeti sem tilvalið er að nota ferskt:

gulrætur
gulrófur
hnúðkál
radísur
agúrka
paprika
blaðlaukur
sellerí
baunaspírur
blómkál
spergilkál
ýmiskonar blaðsalöt o.m.fl.

Skerum t.d. gulrætur, hnúðgrænmeti og radísur í fína strimla og sneiðar. Því nettara því betra. Blaðlaukur og sellerí einnig í þunna bita og salat í fínar ræmur.

Höfum við hendina góða skál með köldu vatni í með ísmolum og setjum grænmetið jafnóðum út í.

Best er að láta það standa í kæliskáp í vatninu í 20-30 mínútur. Sigtað vel og ekki verra að bera fram í fallegri og sumarlegri skál.
Með þessari aðferð fæst sérlega stökkt og fallegt grænmeti, sem er gott meðlæti með margs konar mat.

Sem salatlögur (dressing) er góð olífuolía ásamt safa úr sítrónu eða súraldini alltaf ferskt og gott.
Einnig er fallegt og bragðgott að bæta ferskum kældum ávöxtum saman við grænmetið t.d. blá- eða jarðarberjum eða hnetum og fræjum, allt eftir smekk.

  • Monday, 29 október 2012