Fæðuofnæmi - fæðuóþol

Eru ekki eitt og það sama.

Fæðuofnæmi er það þegar ónæmiskerfi líkamans ræðst gegn ákveðinni fæðutegund og einstaklingur sýnir sjúkdómseinkenni. Það getur lýst sér í öndunarerfiðleikum, útbrotum og meltingatruflunum. Getur ástand einstaklings orðið alvarlegt.
Kúamjólk, egg, fiskur og önnur próteinrík fæða valda sumum ofnæmi. Þá er það próteinið sem veldur ofnæminu. Aðra algenga ofnæmisvalda má nefna s.s. hnetur, jarðarber, súkkulaði og skelfisk.

Fæðuóþol þarf ekki endilega að greinast sem ofnæmi. Frekar má segja að einstaklingur sé viðkvæmur fyrir ákveðnum fæðutegundum, án þess að ónæmiskerfið ráðist gegn þeim. Einkennin geta verið lík ofnæmisviðbrögðum en eru aldrei eins hættuleg.
Glúten og mjólkursykur eru algengir óþolsvaldar. Margir finna t.d. fyrir óþægindum þegar þeir neyta hvítlauks, skuggagrænmetis (sem ræktað er ofan í mold) og unnar matvöru sem innihalda sumar tegundir E-efna.
Hér fylgja nokkrar uppskriftir, sem koma gætu þeim sem þurfa að huga vandlega að því sem þeir setja ofan í sig.

  • Sunday, 28 október 2012