Er táfýlan að kæfa þig?

Við þekkjum það öll, þegar skórnir fara að lykta ílla og táfýlan ætlar alveg að kæfa okkur.

En það er ýmislegt sem hægt er að gera til að losna við táfýluna úr skónum.

Lyktin myndast þegar svitinn af fótunum nær ekki að gufa upp úr skónum og myndar þannig bakteríur sem vilja lykta ansi ílla. 

Sérstaklega er mikilvægt að loftræsta skóna þegar þeir hafa blotnað eftir rigningu/snjó eða einfaldlega eftir langan dag. Rakinn viðheldur bakteríunum og einnig lyktinni.  Að sjálfsögðu er mikilvægt að þvo vel fæturna eftir langa daga og forðast að vera berfætt í skónum.

Þú getur reynt eitthvað að neðangreindu:

1. Frysta skóna
Ef þú hefur pláss í frystinum, skelltu þá skónum í poka og láttu þá í frystirinn yfir nóttina. Frystingin drepur bakteríurnar og minnkar þannig lyktina.

2. Matarsódi
Prufaðu að sáldra matarsóda í skóna og láttu standa í skónum yfir nótt. Helltu matarsódanum úr áður en þú ferð aftur í skóna. Matarsódinn jafnar sýrustigið og minnkar þannig lyktina.

3. Barnapúður
Barnapúður er eiginlega meiri forvörn gegn táfýlunni. Sáldrið barnapúðri yfir fæturna áður en þið farið í skóna, það heldur fótunum lengur þurrum og kemur þannig í veg fyrir táfýluna í einhvern tíma allavega.

4. Kattasandur
Kattarsandur er ágætis vopn gegn slæmri lykt. Ef þú átt nú þegar kattarsand, getur þú prófað að fylla skóna af kattarsandi og láta liggja í skónum yfir nótt, eða þar til lyktin er alveg horfin. Passaðu samt að setja ekki of mikið í skóna, sandurinn gæti aflagað skóna.

5. Ilmkjarnaolíur
Helltu ca. tveim dropum af Eucalyptus eða Tröllatrésolíu og Tea tree olíu í skóna. Báðar þessar olíur eru góðar gegn bakteríum og gott ráð gegn vondri lykt af völdum baktería.

 

Gangi þér vel. 

  • Monday, 23 janúar 2017