Skipulögð vinnubrögð eru í gulls í gildi þegar kemur að bakstrinum...
Það skiptir máli að hráefni og áhöld í eldhúsinu séu flokkuð og geymd á vísum stað þannig að auðvelt sé að ganga að þeim þegar til þarf að taka.
Þegar hefjast skal handa við bakstur eða aðra matseld er gott ráð að taka til allt sem á að fara í uppskriftina og raða upp á skipulegan og aðgengilegan hátta. Það auðveldara okkur verkið og minni hætta er á að eitthvað gleymist sem í uppsksriftina á að fara.
Muna að ganga frá á skipulegan hátt einnig og þrífa áhöld og borð í lokin.
Góð tónlist léttir alltaf lund og því sakar ekki að setja saman góðan lagalista með uppáhalds jólalögunum. Nú eða kveikja á útvarpinu. Þá vinnst verkið mun fljótlegra og betur, allavega þrifin og frágangurinn!
Þegar súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði þarf að gæta þess að hvorki vatn né gufa komist í súkkulaðið því þá getur það farið í kekki. Ef það gerist getur dugað að setja teskeið af bragðlítilli olíu út í og hræra þar til hræran verður slétt.
Þegar bræða á núggat má alls ekki fara vatn út í, þá verður það hart.
Dökkt súkkulaði inniheldur meira af kakói og minna af feiti og sykri heldur en ljóst. T.d. er 70 % súkkulaði hentugt í smákökur þar sem hátt hlutfall af sykri er í uppskriftinni.
Bollamál eru algeng í erlendum uppskriftum:
Eitt breskt bollamál samsvarar um 2,75 desilítrum, en 1 amerískt bollamál er 2,4 desilítrar.
Nefna má líka að í staðinn fyrir 100 gr. af smjörlíki má nota 0,9 dl. af olíu eða 6 msk. Ef kakan er föst í forminu eftir bakstur er gott að láta formið standa á röku viskastykki eða dagblaði þar til kakan losnar.
Ís eða rjómabúðinga í formum má stinga snöggt í heitt vatn þá losna þeir auðveldar.
Ef þurrkaðir ávextir eru notaðir í kökur og brauð er gott að velta þeim upp úr ögn af hveiti áður en þeir fara í deigið. Ef þeir hafa harðnað við geymslu er fínt að setja þá örstutta stund við væga stillingu í örbyljuofnin.
Alltaf skal fylgja eftir uppgefnu hitastigi í uppskriftum en fylgjast með bakstrinum, stundum er tímalengd ögn breytileg.
Þegar steikt er í feiti, kleinur, laufabrauð þ.h. verður að gæta vel að feitinni, hún ofhitnar mjög auðveldlega.
Gott er að láta hnoðað deig standa í ca 15. mínútur áður en farið er að vinna úr því, annars vill það skreppa saman.