Þjáist þú af frjókorna ofnæmi?

Stundum eru ofnæmislyfin einfaldlega ekki nóg þegar frjókornamagn í loftinu er hvað mest.
Með því að nýta sér þessi ráð verður lífið kannski aðeins auðveldara.

autumn 688111 640

Hér eru 10 ráð við frjókornaofnæmi.


1. Kaldur tepoki með kamillutei
Látið kamillutepoka í vatn í 3 mínútur. Kreistu vatnið úr pokanum og skelltu honum í kæliskápinn í 15 – 30 mínútur. Settu pokann á augun. Það linar óþægindi í augunum.

2. Sjúga klaka
Settu klaka í drykkina þín og sjúgðu á þeim. Það léttir særindi og pirring í hálsinum. Það fækkar líka hnerrum.

3. Borða hunang við frjókornaofnæmi
Ein skeið af hunangi getur hjálpað til við að minnka frjókornaofnæmið. Hunang er nefnilega fullt af frjókornum sem býflugurnar hafa safnað. Þessi frjókorn hjálpa til við að gera líkamanum kleift að höndla betur allan þennan fjölda frjókorna í loftinu.

4. Vaselín í nefið.
Settu smá af vaselín í kringum nefið. Vaselínið grípur frjókornin og þau fara þá ekki beint í nefið. Notaðu hreint Vaselín án allra ilmefna.

5. Farðu oft í sturtu
Með því að fara í sturtu kvölds og morgna sérstaklega ef þú hefur verið úti við er gott ráð. Það hreinsar öll frjókorn af líkamanum og þú byrjar daginn vel og endar hann vel með engin frjókorn sem pirra þig á meðan þú sefur. Þú vaknar mun hressari.

6. Minna áfengi.
Drekktu minna af áfengi. Alkohól inniheldur histamín sem geta framkallað ofnæmisviðbrögð.

7. Notaðu sólgleraugu
Notaðu sólgleraugu, líka þó svo engin sé sólin. Kannski skrýtið í skugganum en gleraugun mynda hlíf frá frjókornum sem annars enda í augunum.

8. Þurrkaðu þvottinn þinn innandyra.
Þvottur sem er þurrkaður úti er yndislegur. En ef þú ert með frjókornaofnæmi er betra að sleppa þeim lúxus. Frjókornin safnast í þvottinn þegar hann er þurrkaður úti.

9. Borðaðu vel kryddaðan mat.
Borðaðu meira af vel krydduðum mat. Það hjálpar til við öndun í gegnum nefið.

10. Drekktu meira vatn.
Ef þú drekkur að lágmarki 2 lítra af vatni á dag eru minni líkur á að nefið stíflist.

 Nánar um frjókorn hér á vef náttúrufræðistofnunar.

Heimild:
idenyt.dk

JJ

  • Wednesday, 02 ágúst 2017