Waldorfsalat

3.5/5 hattar (10 atkvæði)

Ingredients

  • 2-3 rauð epli
  • 2 stöngular sellerí
  • 1 dl valhnetur
  • vínber, græn eða rauð, t.d. 20-30 stk
  • 3/4 dós sýrður rjómi
  • 2 msk majónes
  • 2 tsk sykur (má sleppa)
  • 2 tsk sítrónusafi
  • 1 dl þeyttur rjómi

Directions

  1. Eplin afhýdd og skorin í litla bita. Sítrónusafa dreypt yfir. Vínberin skorin í tvennt og blandað saman ásamt söxuðum valhnetunum. Sýrðum rjóma og majónesi hrært saman ásamt  sykri  og þeyttum rjómanum blandað varlega saman við. Kælt.