Salatið skolað úr ísköldu vatni ef þarf, vatnið hrist vel af og blöðin þurrkuð vel.
Sett í skál ásamt tómötum sem eru skornir í tvennt og papriku og melónu í bitum. Rauðlaukurinn er skorin í fínlegar ræmur og bætt saman við.
Sett í kæli.
Rétt áður en salatið er borið fram er það sem fer í lögin hrist vel saman og hellt yfir salatið og hrært í því.