Villibráðarsósa

2.3/5 hattar (4 atkvæði)

Ingredients

  • 10-15 g villisveppir, þurrkaðir, (bleyttir í sérrý/Madeira) eða villisveppir, frystir 50 gr (má vera meira)
  • 50 g sharlottulaukur, fínsaxaður
  • 1 hvítlauksrif, fínsaxað
  • 25 g smjör
  • 1/2 dl Sérrý eða Madeira
  • ½ dl þurrt rauðvín
  • 1-2 msk koníak
  • 2-3 dl rjómi
  • kjötkraftur eftir smekk
  • (nauta, kálfa, villi-. Má vera sitt lítið af hvoru)

Directions

  1. Vínið er kreist létt úr sveppunum (ef þeir hafa verið þurrkaðir og lagðir í bleyti í víninu). 

  2. Smjörinu er bætt á pönnuna/pottinn og þegar það fer að krauma er lauknum, hvítlauknum og sveppunum bætt á pönnuna og steikt gullinbrúnt, passa þarf að ekki sé of hár hiti.

  3. Þá er sérrýi/madeira, rauðvíni og koníaki bætt á pönnuna/pottinn og látið sjóða niður smá stund. Rjómanum bætt út í og látið sjóða rólega í nokkrar mínútur.

  4. Síðan er kjötkraftinum bætt út í, ekki of mikið í einu, sósan smökkuð til með salti, pipar og kjötkrafti. 
    Gott er að nota fleiri en eina tegund af krafti t.d. nauta, kálfa og villikraft til að fá fyllra bragð. Betra er að nota fljótandi krafta, því þeir eru yfirleitt ekki eins saltir og eru bragðbetri en þeir þurkuðu.

  5. Ef sósan er of þunn má þykkja hana með smávegis af maísena sósujafnara, en lítið í einu og láta suðuna koma upp. 

  6. Uppskrift: Kristján Rafn Heiðarsson, matreiðslumeistari. Hrunaréttir, 2008.