Trufflur II

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 200 g ljóst súkkulaði (má líka nota hvítt)
  • 50 g smjör
  • 1 dl rjómi
  • 1 msk rifið ferskt engifer eða annað krydd eftir því sem okkur lystir
  • Utan á trufflurnar
  • fínrifið súkkulaði, ljóst, dökkt eða hvítt
  • má líka nota kókosmjöl
  • eða smátt saxaðar heslihnetur eða valhnetur

Directions

  1. Rjómi og smjör er hitað saman við vægan hita að suðu (má sjóða smávegis) í potti.

    Tekið af hellunni og brytjað súkkulaði sett út í og hrært vel saman eða þangað til súkkulaðið hefur bráðnað að fullu.

    Hellt í skál eða form og geymt í kæliskáp þangað til blandan stífnar.

    Búnar til kúlur og þeim velt upp úr fínrifnu súkkulaði eða smáttsöxuðum hnetum eða því sem notað er utan á trufflurnar.  

    Geymdar í kæli þangað til þær eru bornar fram.