Rjómi og smjör er hitað saman við vægan hita að suðu (má sjóða smávegis) í potti.
Tekið af hellunni og brytjað súkkulaði sett út í og hrært vel saman eða þangað til súkkulaðið hefur bráðnað að fullu.
Hellt í skál eða form og geymt í kæliskáp þangað til blandan stífnar.
Búnar til kúlur og þeim velt upp úr fínrifnu súkkulaði eða smáttsöxuðum hnetum eða því sem notað er utan á trufflurnar.
Geymdar í kæli þangað til þær eru bornar fram.