Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn.
Eggjarauður, sykur og rjómi er blandað vel saman í þykkbotna potti og hitað að suðu. (Má alls ekki sjóða).
Vatnið kreist úr matarlímsblöðunum og sett saman við eggjahræruna og hrært vel saman. Vanillu bætt út í.
Makkarónukökunum raðað á botn á víðri skál. Víninu dreypt yfir. Sultu smurt ofan á og ávöxtum raðað yfir, ef þeir eru notaðir.
Þessu næst er eggjaþykkninu hellt yfir. Kælt.
Áður en borið eftirrétturinn er borinn fram er þeyttum rjóma smurt yfir og að síðustu er skreytt með rifsberjahlaupi í doppum eða berjum og súkkulaðið rifið yfir. Allt eftir smekk hvers og eins.
Gott að vita:
Nota má ávaxta eða berjasafa eða saft í stað sherrýs.
Eins má setja þetta í sömu röð í nokkrar ábætisskálar og skreyta eftir smekk.