Tómatsósa

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • ½ kg tómatar, vel þroskaðir
  • 1 epli, stórt (ca 250 gr)
  • 1 laukur, meðalstór
  • 1 msk olía
  • ¼ tsk kanilduft eða 1 kanilstöng
  • ¼ tsk negulduft
  • 1 tsk sinnepsduft
  • ½ dl eplaedik
  • ¼ dl púðursykur eða 1 msk hunang eða sýróp
  • ½ -1 tsk gott salt
  • örl. pipar (hvítur)

Directions

  1. Eplið er skrælt, kjarnhreinsað og skorið í fremur litla bita. Sömuleiðis er laukurinn skorin fremur smátt og þetta er sett á pönnu sem hituð hefur verið með olíunni. Gæta þarf að brúnist ekki, einungis látið mýkjast. Sett í pott ásamt kryddi, eplaediki og tómötunum sem hafa verið þvegnir og skornir í báta. Látið sjóða við vægan hita í ca 30 mínútur, hræra þarf af og til í á meðan og smakkað til. Ef notuð er kanilstöng er hún veidd úr í lokin.
    Allt maukað með töfrasprota eða sett í blandara.
    Sett á flösku eða krukku. Kælt strax.
    Geymist í rúma viku í kæliskáp.
    Hægt að auka geymsluþol með því að setja eins og teskeið af betamoni í blönduna að suðu tíma loknum.

    Í stað neguldufts má setja ½ msk af rifinni ferskri engiferrót.