Sveskjusulta

1.6/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

  • 500 g sveskjur, steinlausar
  • 175 g strásykur
  • 1-2 kanilstangir
  • ½ tsk kardimommur, steyttar
  • 5-10 negulnaglar
  • 2-3 dl vatn
  • sítrónusafi eða koníak, ef vill

Directions

  1. Sveskjurnar settar í pott með vatni og því kryddi sem þið kjósið.

    Soðið við vægan hita, (hrært í af og til á meðan), þangað til sveskjurnar eru komnar í mauk. Má bæta við vatni ef þarf, en það á að mestu að gufa upp.

    Kryddstangir veiddar upp úr og sultan kæld aðeins og síðan maukuð í matvinnsluvél eða hökkuð.

    Sett aftur yfir hita og bragðbætt með smávegis af sítrónusafa eða koníaki eftir smekk.
    Suðan látin koma upp örskamma stund.

    Sett heitar í vel þvegnar krukkur og lokað strax.