Sultaður engifer í hunangi

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 225 gr fljótandi hunang
  • 1 meðalstór engiferrót
  • Vatn

Directions

  1. Aðferð

    Afhýðið engiferinn og skerið í 2 cm stóra bita

    Setjið í pott og hellið köldu vatni yfir engiferbitana, nægilega miklu til að það fljóti yfir engiferinn. 

    Látið suðuna koma upp og sjóðið í 20 mín. Hellið umfram vatni af og bætið aftur kölduvatni á engiferinn og sjóðið í 10 mín. eða þar til bitarnir eru soðnir (athugið það með því að stinga hníf í þá, þeir eiga þá að vera mjúkir)

    Hellið umfram vatni af og bætið fljótandi hunangi og 1 dl. af köldu vatni og sjóðið  við vægan hita í 10 til 15 mín. eða lengur., þar til vatnið og hunangið er orðið að þykku sýrópi

    Setjið í hreinar krukkur, geymist á köldum stað í 3 mánuði.