Súkkulaðið er brætt við vægan hita í vatnsbaði og sett strax í aðra skál. Eggjarauðunum bætt út í, einni í einu og því næst sykri, salti og vanillu og hrært vandlega saman.
Eggjahvíturnar stífþeyttar og þeim blandað varlega út í súkkulaðibráðina í tvennu lagi. Best að nota pískara.
Látið kólna.
Rjóminn þeyttur og blandað varlega saman við.
Sett í eina stóra skál eða nokkrar litlar.
Látið standa í kæliskáp í 2-3 klst. áður en hann er borin er fram.
Gott að bera fram þeyttan rjóma með og jafnvel ferska ávexti s.s. bláber eða jarðarber.