Egg og sykur þeytt vel saman og rjóminn þeyttur sér.
Matarlímsblöðin lögð í bleyti í kalt vatn þangað til þau mýkjast upp.
Sherry og sítrónusafi sett í skál og kreist matarlímið þar út í. Brætt yfir vatnsbaði þangað til blandan er fullkomlega kekkjalaus. Smakkað til með meiri sítrónusafa og safanum af ávöxtunum ef vill. Matarlíminu hrært saman við í mjórri bunu. Hrært vel.
Þeyttum rjómanum blandað vandlega saman við.
Frómasið sett í fallega skál og matarfilma yfir og látið standa í kæliskáp a.m.k. í 6 klst.
Ath. ekki verra að útbúa frómas (rjómabúðing) deginum áður en á að neyta hans.
Borinn fram með niðursoðnum blönduðum ávöxtum og þeyttum rjóma.
Eins má bera ferska ávexti fram með t.d. jarðarber.