Rúllutertubrauð

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 1 box beikonsmurostur, stórt
 • 100 gr sveppir
 • ½ blaðlaukur
 • 150 gr skinka
 • 4 msk majónes
 • 1 lítil dós ananskurl + safi
 • 1/2 tsk Aromat krydd
 • ostur, rifinn ofan á
 • paprikuduft

Directions

 1. Sveppirnir skornir smátt og léttsteiktir í smjöri á pönnu, Skinka og blaðlaukur (vel hreinsaður) saxað smátt.
  Öllu hrært vel saman smurt á rúllutertubrauð. Brauðið rúllað upp og samskeytin látin snúa niður
  Rifnum osti stráð yfir ásamt paprikudufti.
  Hitað í ofni við 180° í 20-30 mín. eða þangað til osturinn fer að taka lit.