Rifsberjahlaup

3.5/5 hattar (39 atkvæði)

Ingredients

  • 2 kg rifsber (stilkar og smávegis af laufblöðum með)
  • 1 1/2 kg strásykur

Directions

  1. Rifsber, greinar og lauf sett í pott ásamt sykrinum. Suðan látin koma upp og soðið við vægan hita í 10 mínútur.
    Tekið af hellunni og aðeins látið kólna.
    Sett aftur á suðu og nú soðið í 5 mínútur, þetta á að gera alls 3svar sinnum.
    Hellt í gegnum sigti og aðeins marið með ausu eða sleif.
    Saftin sett aftur í pott og nú er suðan látin koma upp og látið sjóða í 1 mínútu. Froðan veidd ofan af.

    Hellt í litlar krukkur eða hlaupglös. Bökunarpappír eða viskustykki breitt yfir og látið kólna.
    Lokað vel og merkt með dagsetningu og innihaldi. Setja má hring af smjörpappír ofan á hlaupið, ef vill.