Ber og epli hreinsuð vel. Eplin afhýdd og skorin í litla bita.
 Soðið í vatninu í 20-30 mínútur. Síðan er saftin síuð frá.
 Mæld í pott og sykri blandað saman við.
 Soðið í nokkrar mínútur eða þangað til hlaup hefur myndast í saftinni. Best er að gera hlauppróf með því að setja dropa á undirskál og inn í kæliskáp. Renna svo hníf í gegnum dropann, ef hann helst aðskilinn er nóg að gert.