Pottréttur

2.3/5 hattar (8 atkvæði)
  • Complexity: easy

Ingredients

  • 6 vænar gulrætur
  • 1 blaðlaukur, bæði ljósi og græni hlutinn
  • 1 laukur
  • 1 box sveppir
  • 1 græn paprika
  • ¼ af hvítkálshaus
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • ½ agúrka
  • ½ tsk karrý
  • ½ tsk paprika
  • 1 msk basilika
  • 2 ½ dl soð af grænmetisteningi
  • salt og pipar ef þarf
  • 4 tómatar ferskir

Directions

  1. Grænmetið (allt nema fersku tómatarnir) er skorið í bita og mýkt í í góðri olíu í potti. Á ekki að brúnast.

  2. Niðursoðnu tómötunum hellt út í og kryddi, (nema salti og pipar) vatni og soði  bætt út í.

  3. Látið sjóða við vægan hita í ca 15 mín.  Saltað og piprað ef þarf.

  4. Fersku tómatarnir skornir í báta og settir út í um leið og rétturinn er borin fram.

  5. Borið fram með soðnum pastaskrúfum eða hrísgrjónum og jafnvel góðu brauði.

  6. Einnig tilvalið sem meðlæti með kjöt- eða fiskréttum.