Páskaterta

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • Botn
  • 150 g gott hafrakes
  • 50 g smjör
  • Fylling
  • 2 eggjarauður
  • 3 msk strásykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 200 g kotasæla
  • 1 ¾ dl sýrður rjómi (18%)
  • ½ súraldin (lime), safi og rifinn börkur
  • 5 blöð matarlím
  • 2 ½ dl rjómi
  • Ofan á tertuna
  • 1 stór dós niðursoðnar apríkósur eða 2 hálfdósir
  • 4 matarlímsblöð

Directions


  1. Smjörið brætt við vægan hita á pönnu og kexið mulið frekar fínt, best að gera það með því að setja kökurnar í plastpoka og rúlla yfir með kökukefli. Sett út í smjörið og blandað vel saman.
    Kexblöndunni þrýst vel á botninn á smurðu smelluformi.

    Eggjarauður, sykur, vanillusykur og kotasæla þeytt vel saman í hrærivél. Sýrða rjómanum og súraldinsafa og berki hrært saman við.
    Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn.
    Tekið úr vatninu og leyst upp í skál í vatnsbaði með bleytunni sem loðir við það. Þegar það er uppleyst er því hellt í einni bunu út í kotasælublönduna og hrært vel saman.
    Sett í skál og kælt þangað til það byrjar að stífna.
    Rjóminn þeyttur og blandað saman við blönduna.
    Blöndunni hellt yfir kexbotninn í forminu og filma breidd yfir og geymt í kæliskáp í nokkra klst.

    Safinn sigtaður vel frá apríkósunum og settur í skál.
    Matarlímið lagt í bleyti, vatnið kreist úr því og það leyst upp í 3 dl af safanum í vatnsbaði.
    Kælt.
    Aprikósunum (þerra vel safann af þeim áður) er síðan raðað ofan á kökuna þannig að kúpta hliðin snúi upp.
    Safanum dreypt yfir apríkósurnar.
    Þarf að bíða a.m.k. eina klst í kæliskáp áður er hún er borin fram.
    Best er að renna spaða undir kökuna og flytja varlega yfir á kökufat.