Olíusósa / majónes

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 2 eggjarauður
 • 1 tsk borðsalt
 • 1 msk sjóðandi vatn
 • matarolía (ekki olífuolía)
 • 1 stk sítróna

Directions

 1. Eggjarauðurnar þeyttar með saltinu, þar til þær verða léttar og ljósar. Þá er sjóðandi vatninu bætt saman við og hrært vel í á meðan.
  Matarolíunni hellt í í mjórri bunu, fyrst litlu í einu og þeytt vel þar til hræran fer að þykkna og þá er safanum úr 1/2 sítrónunni bætt í.
  Þá er haldið áfram með að hella matarolíunni út í, þar til sósan þykir mátulega þykk. Undir lokin er afganginum af sítrónusafanum settur saman við.
  Verði hræran of þunn má bæta meiri olíu út í.

  Uppskrift: Ingibjörg Tönsberg.