Möndlugrautur

3.7/5 hattar (10 atkvæði)

Ingredients

  • 1 l nýmjólk
  • 200 g hrísgrjón
  • 10 g kalt smjör
  • 1 vanillustöng
  • 50 g hvítt súkkulaði
  • 2,5 dl rjómi (þeyttur)
  • 50 g flórsykur
  • örl. salt
  • 100 gr léttristaðar möndlur (gæta vel að hitastigi þegar þær eru ristaðar)
  • Karamellusósa
  • ½ dl vatn
  • 200 g strásykur
  • 1 límóna (safi)
  • ½ l rjómi
  • 25 g fersk engiferrót söxuð smátt

Directions

  1. Penslið pottinn með smjöri, svo að mjólkin brenni ekki við, látið suðuna koma upp á mjólkinni og setjið hrísgrjónin í pottinn, vanillustöngin soðin með (gott að kljúfa hana og setja korn + stöng með út í).
    Soðið í 40-50 mín við vægan hita.
    Grjónin verða að vera alveg mjúk. Potturinn tekin af hellunni og flórsykri, örlitlu salti og hvíta súkkulaðinu hrært saman við.
    Kælt.

    Rétt fyrir framreiðslu er þeyttum rjóma og ristuðum möndlum hrært varlega saman við. Og ekki gleyma að setja eina heila möndlu í.

  2. Karamellusósa
    Vatn og sykur sett á pönnu og brúnað við vægan hita. Þá er safanum úr límónunni (má líka vera sítrónusafi) bætt út í. Gæta varúðar og halla pönnunni frá sér á meðan, svo heit sykurbráðin frussist ekki á hendur.
    Þá fer engiferrótin út í og ásamt rjómanum. Soðið þar til fer að þykkna og hrært í á meðan.
    Sósan er síuð gegnum sigti í skál eða könnu og borin fram heit.
    Ekkert mál að gera fyrirfram og velgja í t.d. örbylgjuofni. Hræra vel upp.