Lifrarpylsa II

1.5/5 hattar (2 atkvæði)

Ingredients

 • 1 kg lambalifur
 • 250 g lambanýru
 • 450 g rúgmjöl
 • 150 g haframjöl
 • 50-100 g hveiti
 • 30 g salt
 • 3/4 - 1 l mjólk
 • 1 kg mör

Directions

 1. Lifur og nýru þvegin og allar himnur og æðar teknar burt. Hakkað 2svar til 3svar í hakkavél.
  Sett í fat eða skál og mjólk og salt hrært út í.
  Þá er mjölinu hrært saman við og að síðustu er brytjuðum mörnum bætt í. Hræran er nokkuð þykk.
  Sett í keppi og saumað fyrir.
  Soðin í 2 - 21/2 klst. Muna að stinga í keppina á meðan á suðu stendur.