Kúrbítur - eggaldin

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Directions

  1. Kúrbítur, dverbítur
    Einnig er kúrbítur góður í heita grænmetisrétti, þá steiktur á pönnu í olíu. Það má líka steikja hann í ofni ásamt fleira grænmeti. t.d. sætum kartöflum og lauk, jafnvel dreifa osti yfir og nota sem meðlæti eða léttan málsverð þá gjarnan með brauði.
    Eins má grilla kúrbít, pensla með olíu og setja beint á grillið eða marínera hann áður í olíu með góðu kryddi.
    Þá má rífa hann niður og nota í brauðbakstur. Eða skera hann í fína strimla og setja í salat.
    Gott er að sjóða kúrbít ásamt brokkolí í léttsöltu vatni í ca 10. mín. Mauka síðan og nota til að þykkja með grænmetissúpu.

    Eggaldin
    Eggaldin er skorið í sneiðar eftir endilöngu, strá salti á þær og látið liggja í ca. 10 mín. Þurrkað með pappír og penslaðar með olíu. Snúa oft á meðan á steikingu stendur. Strá að lokum þurrkuðu eða fersku oreganó og basilikum yfir og bera sítrónusneiðar fram með.
    Það má líka skera grænmetið þversum í sneiðar og steikja í vel heitri olíu á pönnu. Kryddað og borið fram á sama máta.