Krækiberjasaft I

3.3/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

  • 3 kg krækiber
  • 2 lítrar vatn
  • 40 g vínsýra
  • 250-­500 g sykur í hvern lítra af safa

Directions

  1. Hreinsið og skolið berin ef þess gerist þörf. Hakkið þau eða merjið í berjapressu.

  2. Leysið vínsýruna upp í vatninu og blandið upplausninni í berjamaukið. Látið standa í 24 tíma. Hellið á síu og látið saftina síga vel frá hratinu. Mælið saftina og blandið sykrinum saman við hana. Hrærið í þar til sykurinn er runninn. Hellið saftinni á hreinar og soðnar flöskur og lokið þeim strax. Geymið saftina á köldum og helst dimmum stað.