Krækiberjahlaup

3.5/5 hattar (2 atkvæði)

Ingredients

  • 2 l krækiberjasafi
  • 2 kg sykur
  • 3 pakkar hleypir (Melatin/gult)
  • 1 tsk. vínsýra
  • safi úr 1 sítrónu

Directions

  1. Hakkið berin og síið þau eða notið berjapressu. Hellið saftinni í pott. Blandið hleypiefninu út í og látið suðuna koma vel upp. Sykurinn settur út í og látið sjóða í tvær mínútur. 

  2. Potturinn tekin af hellunni, vínsýrunni blandað í og hrært vel saman. Hellið hlaupinu á hrein og soðin glös. Lokið strax.