Krækiberja- og jarðarberjahlaup

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 2 kg krækiber
 • 300-500 gr fersk jarðarber
 • 2 kg sykur (má vera minna)
 • 4 tsk rautt Melatín

Directions

 1. Krækiberin eru soðin í ca 20 mínútur og hrært af og til á meðan. Sett í gegnum sigti og hratið tekið frá og hent.
  Safinn settur aftur í pott. Jarðarberin eru maukuð í matvinnsluvél og blandað saman við krækiberjasafann.
  Sykrinum bætt út í og suðan látin koma upp, soðið í ca 5 mín. Tekið af hellunni og froða veidd ofan af.
  Hleypiefni sett út í samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  Sett í krukkur og lokað strax.

  Uppskrift Ólafía Kristín Sigurbergsdóttir, Keflavík.