Kalkúnn

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 5-6 kílóa fugl
  • bali eða annað stórt ílát
  • kalt vatn svo að fljóti vel yfir fuglinn
  • fesrkur fugl þarf að liggja í leginum í 4 klst.
  • frosinn fugl í 10-12 klst.
  • Út í vatnið fer
  • 2-3 sítrónur, safi og þær síðan skornar í bita
  • 2-3 msk Maldon salt
  • Lögur til að pensla fuglinn með fyrir og á meðan á steikingu stendur
  • 2-3 dl af góð matarolía (ekki ólífuolía) má líka nota smjör
  • krydd að smekk t.d. salvía, poultry seasoning og timjan
  • hvítlaukur ef vill
  • 1 tsk salt
  • pipar
  • 2 msk malsamicoedik
  • Fylling(5 - 6 kg fugl)
  • 6 bollar ristaðir franksbrauðteningar (7-8 brauðsneiðar)
  • 1 ½ tsk salt
  • ½ bolli saxaður laukur
  • ½ tsk salvía
  • ½ tsk poultry seasoning
  • ¼ tsk hvítur pipar
  • ½ bolli mjúkt smjör
  • ½ bolli sjóðandi vatn

Directions

  1. Lögur til að pensla með

    Hitað hægt og út í þetta fer líka salt og pipar og góð sletta af balsamicoediki. Passa vel að brenna ekki lögin.

     

    Fuglinn tekin úr „baðinu“, þerraður vel og síðan penslaður með leginum 2-3 sinnum í ca. 2 klst. áður en hann fer í ofninn. 

    Gott er að troða að lokum smjörklípum undir skinnið þar sem því verður við komið. Þá er fyllingu troðið í fuglinn og lokað fyrir t.d. með kjötnál eða saumað fyrir með seglgarni. Kalkúnninn er þessu næst settur í á bökunargrind í 150° heitan ofn í ca 40 mín. pr. kíló. Ofnskúffan er höfð undir. Og í hana fer vatn, laukur, gulrótarbitar og innmaturinn. Fuglinn ausinn með soðinu nokkrum sinnum meðan á steikingu stendur. 

    Ath. getur þurft að bæta vatni í skúffuna.

    Síðustu 15 mín. eða svo er hitinn hækkaður í 200° Ágætt að vefja álpappír um leggina svo þeir þorni ekki.

    Soðið er notað í sósuna. 

    Best er að láta fuglinn standa í 15 mín. á fati áður en hann er skorinn. Þessi aðferð gefur einstaklega meyran og safaríkan kalkún.

  2. Fylling

    Laukurinn er mýktur í smjörinu á pönnu. Brauðsneiðar ristaðar og skornar í teninga.
    Brauðteningum + kryddi bætt út á pönnuna og hrært vel saman og síðast er vatninu hellt út í. Passa að hafa lágan hita. Það verður eins konar mauk/deig úr þessu, sem troðið er í fuglinn og lokað með kjötnál eða saumað fyrir með seglgarni.

    Appelsínukartöflur og Waldorfsalat eiga vel við með kalkúnakjöti. Sjá uppskriftir í Meðlæti.