Kaldur brauðréttur

3.3/5 hattar (12 atkvæði)

Ingredients

  • ca 10 sneiðar franskbrauð í sneiðum án skorpu
  • ½ dós ananas í bitum (safinn sigtaður frá og notaður í sósuna).
  • Sósa:
  • 1 dós sýrður rjómi (10%)
  • jafnmikið magn majónes
  • safinn af anansbitunum
  • Þetta er hrært vel saman og sósan látin „brjóta sig“ í 2-3 klst í kæliskáp.
  • 1 bolli skinka skorin í smátt
  • 1 bolli rækjur, ef vill annars meira af skinku
  • ananasbitarnir
  • Sama magni af skinkubitum og sama af rækjum ef þær eru notaðar ásamt:
  • ½ Gullostur skorin í litla bita (má líka nota Dalabrie eða Höfðingja)
  • ½ piparostur í litlum bitum
  • paprika, t.d. gul, rauð og græn, skorin í bita
  • vínber, steinlaus blá, skorin til helminga

Directions

  1. Brauðsneiðunum raðað á botn á frekar stóru og djúpu fati.
    Helmingnum af sósunni smurt yfir brauðið.

  2. Skinka, rækjum og ananasbitum dreift yfir.

  3. Yfir þetta fer afgangurinn af sósunni og þar ofan á ostur og papirika í bitum og að síðustu er vínberjunum dreift yfir. Breitt yfir með matarfilmu og geymt i kæli þangað til borið er fram.