Jafningur - uppstúf

3.4/5 hattar (57 atkvæði)

Ingredients

  • 30-40 g smjör eða smjörlíki eða 2 msk olía
  • 30-40 g hveiti
  • 5-6 dl mjólk, hituð
  • ca 1/4 tsk salt
  • ca 1 msk strásykur
  • eða e. smekk
  • múskat ef vill

Directions

  1. Feitin hituð og hveitinu sáldrað út í hrært stöðugt í þar til að myndast bolla sem sleppir pottinum.

    Þynnt í nokkrum skömmtum með mjólkinni og hrært stöðgut í. Saltað og sykrað eftir smekk. Jafningurinn á að verða kekkjalaus og áferðarfallegur.

    Látin sjóða í 7-10 mínútur eða þangað til hveitibragðið er horfið. 

    Varast skal að hafa of mikinn hita því jafningurinn brennur mjög auðveldlega við bontinn.