Hrísgrjónagrautur

3.4/5 hattar (17 atkvæði)

Ingredients

 • 125 g hrísgrjón (1 1/2 dl)
 • 2 dl vatn
 • ca 8 dl nýmjólk
 • 1/2 tsk salt
 • 1-2 tsk sykur ef vill
 • smjörklípa ef vill

Directions

 1. Suðan látin koma upp á grjónum og vatni. Mjólkinni bætt út í nokkrum skömmtum. 
  Gætið að því að hafa mjög vægan hita undir pottinum, annars vill allt brenna við.

  Látið malla í a.mk. 1 klst. þannig að grauturinn seyðist og grjónin verði mjúk.
  Saltað og sykrað eftir smekk. Að síðustu er smá smjörklípu bætt út í ef vill.

  Borin fram með berjasaft, rjóma eða maukuðum ávöxtum. Kanilsykri dreift yfir.