Kjötið er steikt og/eða soðið. Kryddað með salti og pipar.
Kælt og skorið í litla bita. Mjög gott er að nota kjúklingabringur.
Sveppir hreinsaðir og skornir smátt og steiktir í smjöri.
Ef notað er beikon er það harðsteikt og mulið niður.
Kjöti, spergli og sveppum er blandað saman í skál.
Majónes og sýrður rjómi hrærður saman og kryddað með karrýi, sinnepi og sítrónusafa. Saltað aðeins og piprað eftir smekk.
Beikoni stráð yfir áður en borið er fram ásamt t.d. snittubrauði í sneiðum.
Skemmtilegt að bera fram rækjur og, agúrkusneiðar og tómatabáta með, þá er þetta orðin léttur málsverður.