Góð kaka með mascarpone kremi. Án glútens

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 125 gr rúsínur
  • hýði og safi úr 2 appelsínum
  • 175 gr mjúkt smjör
  • 200 gr hrásykur
  • 4 stór egg, rauðan aðskilin frá eggjahvítunum
  • 125 gr af pólentumjöli
  • 125 gr möndlumjöl
  • Sýróp ofan á kökuna
  • safi úr 1 appelsínu
  • 1 msk hrásykur
  • 4 msk Grand Mariner (má sleppa)
  • Krem á kökuna
  • 200 gr mascarponeostur
  • 1 msk flórsykur
  • Rifið hýði af einni appelsínu

Directions

  1. Setjið rúsínur og safa úr einni appelsínu í pott og látið suðuna koma upp og látið malla þar til rúsínurnar hafa dregið í sig vökvann.

    Sykur og smjör er hrært saman og eggjrauðunum bætt í, ein í einu þar til blandan er ljós á lit. Bætið mjöli,  rúsínunum, appelsínuhýði og restinni af appelsínusafanum saman við eggjahræruna og blandið varlega saman. Stífþeyttum eggjahvítunum er að lokum blandað varlega saman við hræruna.

    Setjið í meðalstórt, lausbotna hringform og bakið við 190°C í 45 mín.

    Sýróp: Blandið appelsínusafa, sykri og Grand Mariner og hitið í 3-4 mín. og hellið yfir kökuna. Gott er að pikka kökuna með prjóni til að sýrópið fari inn í kökuna.

    Kremið: hrærið saman mascarponeost og flórsykur (og appelsínuhýði ef vill)

    Þessa köku má geyma í frysti í 1 mánuð.