Franskar kartöflur

1.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 6 stórar bökunarkartöflur (annars fer magn eftir lyst)
  • olía til steikninar t.d. sólblómaolía eða steikingarfeiti
  • gróft gott salt eða kartöflukrydd

Directions

  1. Kartöflurnar eru þvegnar vel og skrældar ef vill, alls ekki nauðsynlegt.
    Skornar í stafi, frekar þykka eða eftir smekk.
    Settar í pott og soðnar í tæpar 10 mínútur (fer eftir þykkt). Mega ekki mýkjast alveg.
    Hellt í gegnum sigti og hvolft á þurrt viskustykki. Þerrað létt yfir. Látnar rjúka vel.
    Olían hituð, kjörhitastig er 160°
    Stafirnir settir í steikinganet og steiktir fallega brúnir, olían látin dreypa vel af og þeim hvolft á eldhúspappír og salti eða kryddi stráð yfir.
    Bornar fram strax.

    Ráð 1:
    Það gefur stökkar og sérlega góðar kartöflur að steikja þær þangað til þær eru alveg að ná réttum lit. Færa svo uppúr pottinum og kæla alveg. Steikja þær síðan aftur, við þetta verða þær sérlega stökkar og ljúffengar.

    Ráð 2:
    Kartöflustafina má líka steikja á pönnu í vel heitri feiti eftir að þeir hafa verið soðnir.

    Ráð 3:
    Einnig má steikja þá í ofni eftir suðu, þá er þeim velt upp úr olíu og steiktir í ofnskúffu (ágætt að hafa bökunarpappír undir) í 20 við 170° hita.
    Salti stráð yfir áður en borið er fram.