Ferskjuforréttur

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

 • 100 g blaðsalat t.d. ruccola
 • 2 ferskjur
 • 1 stk bóndabrieostur
 • 80 g pekanhnetur
 • Lögur
 • 2 msk olífuolía
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1 msk fljótandi hunang
 • salt og pipar

Directions

 1. Ferskjurnar afhýddar, steinninn fjarlægður og þær skornar í litla báta.
  Blaðsalatið lagt fallega á forréttadiska og ferskjubátunum raðað ofan á. Osturinn skorin í litla bita og settur yfir.
  Allt sem fer í lögin blandað vel saman og smakkað til með salti og pipar og hellt yfir salatið.

  Pekanhnetunum dreift yfir. Borið fram strax.