Eplamauk

3.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 1,5 kg epli, græn
  • 4 dl vatn
  • 1 kg sultusykur

Directions

  1. Eplin afhýdd og kjarnhreinsuð. Skorin í fremur þunna báta. Sett í pott með vatninu og soðin undir loki í 15 mínútur. Sykrinum bætt saman við og soðið í 5 mínútur í viðbót og hrært vel í á meðan, jafnvel með töfrasprota til að fá jafna áferð.
    Hellt strax í hreinar krukkur. Lokað strax. Þarf að geyma á köldum stað.

    Í þetta mauk má bæta rifinni piparrót eða fersku timjani. Eins gerir 1,5 tsk af kanildufti skemmtilegt bragð.
    Kryddað eplamauk er gott sem meðlæti með ýmsum réttum.