Eplakaka með marengsloki

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • Botn
 • 150 g smjör
 • 180 g hveiti
 • 100 g hrásykur
 • 3 eggjarauður
 • Fylling
 • 6-8 epli
 • safi úr einni sítrónu
 • 1 dl vatn
 • 40 g hrásykur
 • Marengslok
 • 3 eggjahvítur
 • 100 g hrásykur

Directions

 1.  

  Botn
  Hnoðið vel saman og kælið deigið í um 20 mín. Fletjið aðeins út og þrýstið því svo í botninn og hliðarnar í eldföstu móti. Bakið botninn í um 10 mín, við 180° hita.

  Búið til eplafyllinguna á meðan:

  Skrælið eplin og skerið í bita. Sjóðið þau í vatni með sítrónusafa og hrásykrinum og hrærið í á meðan. Þegar þetta er orðið nokkuð vel maukað er fyllingunni hellt í forbakaða botninn og marengsinn hrærður.

  Marengslok
  Þeytið vel saman eggjahvítur og sykur þar til orðið er stíft. Sprautið eða smyrjið marengsinum yfir eplamauksfyllinguna og bakið í 10- 15 mín, eða þar til marengsinn hefur tekið á sig gylltan blæ. Kakan er borin fram volg eða köld, gjarnan með rjóma.

  Uppskrift:
  Dora Ruv
  Kvenfélagi Kjósarsýslu