Chilisulta

3.5/5 hattar (6 atkvæði)

Ingredients

  • 15 rauðir chilipiparávextir
  • 3 stk rauðar paprikur
  • 500 g strásykur
  • ½ bolli borðedik
  • vatn
  • 4 tsk sultuhleypir (Rautt Melatín)

Directions

  1. Chiliávextirnir fræhreinsaðir og skornir smátt. Helmingurinn af fræunum er notaður, hinum er fleygt eða þurrkuð og notuð sem krydd. Paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í litla bita. Fræunum er fleygt.

    Allt sett í pott nema hleypirinn og soðið í vatni svo rétt fljóti yfir.

    Soðið í 10 mín, gott að nota töfrasprota eða matvinnsluvél til að blanda sultuna saman.

    Þá er hleypirinn settur út í hrært vel saman. Soðið áfram ca eina mínútu.

    Sett strax í hreinar krukkur. Lokað