Brúnaðar kartöflur

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 1 kg soðnar kartöflur (skemmtilegast að hafa þær fremur litlar og svipaðar af stærð)
  • 1 msk kalt vatn
  • 60 g strásykur
  • 30 g smjör

Directions

  1. Kartöflurnar eru flysjaðar og vatni dreift yfir þær.

    Sykurinn brúnaður á pönnu við meðalhita, varast að hitni um of. Þegar hann er farin að taka góðan lit er smjörinu bætt út í og hrært vel saman.

    Kartöflurnar settar út í og velt vel upp úr karamellunni þannig að þær verði jafnar og fallegar að lit.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is