Brauðbúðingur

1.7/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

  • Ljóst brauð t.d. 1/2 formbrauð eða 3-4 bollur (það er líka hægt að nota pylsu- eða hamborgarabrauð)
  • 2 dl rjómi
  • 3 dl mjólk
  • 100-200 gr sykur
  • fræ úr 1 vanillustöng eða 1-2 tsk vanilludropar
  • 1 lúka af rúsinum ( um að gera að nota gamlar og láta liggja í bleyti í klst. áður)
  • 100 gr bráðið smjör
  • 100 gr súkkulaði ef vill
  • hrásykur til að strá yfir

Directions

  1. Bræðið smjörið og smyrjið formið (með hluta af því)

    Blandið öllu hráefninu saman fyrir utan brauði og rúsínurnar og hrærið saman.

    Setjið brauðið í bitum út í blönduna og látið það sjúga í sig vökvann í 10-15 mín.

    blandið rúsínunum út í og hellið í formið.

    Stráið sykri yfir og hellið bræddu smjörinu yfir bakið í ofni við 180 °C í 30-40 mín. eða þar til búðingur byrjar að stífna.