Brauðréttur í ofni

1.5/5 hattar (4 atkvæði)
 • Ready in: 30-40 mínútur
 • Complexity: easy

Ingredients

 • 1 franskbrauð án skorpu
 • 1 Camembert ostur
 • 1 Stóri Dímon ostur
 • 1 lítil dós piparsmurostur
 • 2 ½ dl rjómi
 • spergilskál, 1 lítill hnaus, ferskur í bitum
 • 6 stórir sveppir, ferskir
 • 200 g skinka
 • smjör

Directions

 1. Brauðið er rifið niður í eldfast mót.


   

 2. Ostar og rjómi bræddir í potti við vægan hita og hrært vel í á meðan og síðan hellt yfir brauðið. Sveppir steiktir í smjörinu á pönnu og settir yfir ost og brauð ásamt smátt skorinni skinkunni.

 3. Spergilskálinu raðað yfir að síðustu.
  Rifin ostur ef vill.

 4. Bakað í 30-40 mín við 180° hita.

 5. Berist fram með rifs-eða bláberjahlaupi.