Blóðmör I

3.6/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

  • 2 l blóð
  • 4 dl vatn
  • 1 kg mör eða eftir smekk
  • 200 g haframjöl
  • 200 g heilhveiti
  • 1,6 kg rúgmjöl eða sem þarf til að gera blönduna mátulega stífa
  • 2 -3 msk gróft salt

Directions

  1. Blóði, vatni og salti er blandað saman í stórt ílát, hrært vel í og mjölinu blandað saman við. Hræran á að vera eins og vel þykkur vellingur.
    Mörinn brytjaður í hæfilega bita og eitlar skornir burt. Eins kemur vel út að hakka hann. Best er að setja mörinn saman við um leið og sett er í keppina, annars vill hann verða dökkur, því hann drekkur auðveldlega í sig blóð.
    Keppirnir eru settir í sjóðandi saltvatn og soðnir í 2-2 ½ klst. Stungið í þá þegar þeir byrja að bólgna til að hleypa út lofti, eins þarf að snúa þeim 2-3 svar á meðan á suðutímanum stendur.
    Hægt að frysta bæði ósoðið og soðið.
    Frystir keppir eru settir í kalt vatn þegar þeir eru soðnir og óhætt að bæta ca 30 mín. við suðutímann.

    Í dag eru nánast eingöngu fáanlegar gervivambir (unnar úr hleypiefni) og fylgja 4 keppir með hverju slátri. Þá þarf ekki annað en að sauma fyrir. Mikill tímasparnaður er fólgin í því.
    Hægt að kaupa aukakeppi í stórmörkuðum. 
    Gæta skal vel að því að fylla keppina ekki alveg, ágætt viðmið er 400 gr í kepp í gervivambir, en til hálfs í venjulega vambakeppi.

    Ath. Ekki er gott að minnka mikið hluta mörs í hrærunni, þá verður blóðmörinn harður og missir bragð.  

    Krydda má blóðmör með t.d. kanel, allrahanda eða múskati. Þá er hæfilegt að nota ½ tsk kanill, ½ tsk allrahanda og ¼ tsk múskat pr. kepp.
    Rúsínur er líka mjög gott að setja í blóðmör á móti mör.
    Fjallagrös voru einatt notuð út í blóðmör og eykur það tvímælalaust hollustu hans.

    Fjallagrösin eru þá söxuð og sett út í um leið og mjölið.

    Meðlæti með nýsoðnum blóðmör eru soðnar gulrófur, gjarnar í stöppu og soðnar kartöflur. 
    Einnig má steikja soðin blóðmör á pönnu og ekki verra að strá sykri eða hrásykri yfir.
    Gott að bera fram soðin epli eða eplamús með eða stöppu úr sætum kartöflum með.